mínir hlekkir
önnur blogg
.
um mig

nafn: Rannveig Vigfúsdóttir

staða: kennari, nemandi, eiginkona, móðir og ''strætóbílstjóri''

kyn: Hafnfirðingur

aldur: klassískur

áhugamál: tónlist, útivera, ferðalög erlendis, fólk og námið

.
s á p u k ú l u d r a u m a r
lífið mitt í svífandi sápukúlu

12.11.03

Kæra dagbók!
Hvernig hefur þú það? ég er orðin verulega leið, svo vægt sé til orða tekið, á "enskukennsluefnis-leysinu". Ég er alltaf að ljósrita upp úr annars ágætum bókum en ljósritunarvélarnar vilja bara ljósrita eftir eigin geðþótta. Ég er orðin nokkuð fær í að gera við lítilsháttar erfiðleika hjá ljósritununarvélunum og bíð nú bara spennt eftir næsta launaseðli því ég hef sem sé bætt við mig enn einni sérfræðingsþekkingunni og hlýt náttúrulega að fá laun samkvæmt því. Ég ætti kannski að ganga með sólgleraugu alla daga, allan daginn.
Annars er ég að vinna við stuttan hnitmiðaðan ritdóm um eina kennslubókina núna og er að verða kannski helst til mikill nöldurseggur þannig að það vegur upp á móti víðáttu bjartsýninni.
Fór í dag með mömmu til augnlæknis og alveg merkilegt augnlæknir sem sérhæfir sig í augnsjúkdómum (sem ég hélt að hrjáðu helst eldra fólk) er með stofu í gömlu húsi sem eflaust var eitt af þessum fínu skipstjóra og stýrimannahúsum fyrir miðja síðustu öld. Stofan upp á annarri hæð, fyrst farið upp fjórar tröppur úti, fimm eða sex inni og þá er maður komin í afgreiðsluna og er þaðan vísað upp á aðra hæð, upp brattan stiga með miklum snúningi í. Ég studdi frúna upp í stigann, en hún er fremur fótafúin eftir þrjátíu ára liðagigt og óvanalega slöpp eftir að hafa fengið vatn í lungun í síðustu viku, kemur ekki á móti okkur enn eldri kona að því er virtist um nírætt með hækju í annarrri og staf í hinni. Um tvennt var að ræða: að falla allar ellegar að grípa mömmu til hliðar og hitta á óskastund eða verða bænheyrð, annað hvort gerðist því við sluppum allar ómeiddar að þessu sinni. Se, betur fer tilkynntir augnlæknirinn að þau mundu flytja í nýtt húsnæði með "betri aðkomu" (hversu miklu veit ég ekki) í febrúar. Ég vona að við þurfum ekki að mæta aftur fyrr en í mars, kannski verð ég bænheyrð aftur alla vega held ég að minni von sé með óskastundina.
Bless, bless kæra dagbók.
~R.Vigf~ at 12.11.03

9.11.03

Kæra dagbók!
þá er ég loksins mætt aftur á svæðið. Þemavikan í skólanum búin. Yfirskriftin var Víkingatímarnir. Þetta var nú miklubetra en ég hafði þorað að vona og nemendur mjög duglegir að vinna . Ég var í vinnustofu sem hét "skartgripagerð", hefði kannski átt að heita handverk víkinganna, en allavega tókst þetta vonum framar og flest allir voru ánægðir með verkefnin. Nú ganga flestir únglíngar Setbergsgskóla um með leðurarmbönd og krílaðar lykklakippur og margir eiga þessi líka flottu hnýttu belti. Ýmislegt fleira unnu þau og mörg voru með hugmyndaflugið í góðu lagi og þurfti ekkert að mata þau en það finnst mér alltf svo gott.
Við hjónin fórum í fertugsafmæli í gær hjá vini okkar og vorum við matarklúbburinn búin að undirbúa þennan líka fína hrekk sem tókst mjög vel en við urðum að sleppa hluta hrekksins þar sem afmælisbarnið snéri aldeilis á okkur með því að gifta sig í kyrrþey, unnustunni til tuttugu ára og barnsmóður, og um leið meðlimi í matarklúbbnum. Gott hjá þér Jói, eitt - núll fyrir ykkur. Við náum jöfnu þegar Sigrún verður fertug nægur er tíminn til undirbúnings.
Nóg röfl í bili og engin pólitík, hvaða tík er nú það?
Bless, bless kæra dagbók.

~R.Vigf~ at 9.11.03

design by may