mínir hlekkir
önnur blogg
.
um mig

nafn: Rannveig Vigfúsdóttir

staða: kennari, nemandi, eiginkona, móðir og ''strætóbílstjóri''

kyn: Hafnfirðingur

aldur: klassískur

áhugamál: tónlist, útivera, ferðalög erlendis, fólk og námið

.
s á p u k ú l u d r a u m a r
lífið mitt í svífandi sápukúlu

25.10.03

Kæra dagbók!
Nú virðist ég vera vel í sambandi. Ég á í töluverðum samskipta erfiðleikum við heimilistölvuna eins og svo oft áður. Þegar ég var loksins komin í gott samband við Kennó þá datt niður allt intenet samband mitt en eftir löng símtöl við þjónustuaðila þá er þetta allt í góðu lagi í augnablikinu. Útkoman er sem sé sú að ég rekst illa í samböndum enda engin framsóknarkona. ´Núna ætla ég að nýta tölvubyrinn og fara að vinna, læra heima.
Bless, bless kæra dagbók.
~R.Vigf~ at 25.10.03

19.10.03

Kæra dagbók!
Ég verð bara að tala við þig því WebCT vill ekkert við mig tala ég ætlaði að vera svo gáfuð og leggja eitthvað til málanna í námi mínu en hvernig sem ég reyni þá næ ég ekki að setja neitt inn á WebCT svo samnemendur og kennari verða að vera án minnar miklu visku. Kannski hefur tæknin bara vit fyrir mér og vill ekki að ég sé að básúna út einhverrri vitleysu, látum soninn bara um básúnuna.
Mér finnst að elliheimili á Íslandi ættu að vera með sömu kvöðum og leikskólar. Leikskólar hér í Hafnarfirði vera að taka inn öll börn sem sækja um vist þegar þau hafa náð 2 ára aldri. Mér finnst að öll elliheimili ættu að taka fólk inn sem æskir þess með svipuðum skilyrðum og til þess að vera ekki of frek þá vil ég bara miða við svona 78 ára aldur og jafnvel þó að gamalmennið sé kvenkyns. Ég held því fram að fólk á þessum aldri þurfi ekki minni umönnun og en börnin og það þurfa allir að vinna fyrir framfærslu sinni og ýmislegt fleira. Hver á þá að sjá um foreldrana sem þurfa umönnun . Svo ég fari nú ekki að röfla líka um meðalakostnaðinn sem þetta gamla fólk þarf að greiða.
Jæja nú ætlar frúin að fara í heitt bað við kertaljós og hætta öllu röfli í augnablik.
Bless, bless kæra dagbók.
~R.Vigf~ at 19.10.03

Kæra dagbók!
ÉG er eina mamman á Íslandi sem reynir að virða útivaistartíman, góður tiltill "útivistartíma löghlýðnasta mamma á Íslandi". Bíddu við hvar er orðan. Ég streytist við eins og ég veit ekki hvað að halda þessa reglu og fá yngri únglínginn minn heim á tilsettum tíma. Hinar stúlkurnar fá alltaf að vera lengur og ef ég spyr hvað þær meigi vera lengi þá er fátt um svör í mesta lagi "ég á að fara inn þegar Inga María fer inn" (minn únglíngur). Þokkalegt svar, en ég ætla að standa undir nafnbótinni og verð væntanlega sæmd stórriddarakrossi fyrir vikið.
Ég er loksins komin í samband við kúrsinn í Kennó og vonandi verð ég dugleg að læra næstu dagana því ég er svo rosalega langt á eftir áætlun. Reyndar var ég að lesa í dag að einn samnemandi minn hefði hætt námi. Ég varð nú svolítið kvumsa við þar sem að þetta var nemandi sem mér fannst alltaf svo dugleg að læra og alltaf búin að vinna miklu meira en ég. Hún hefur eflaust mjög góðar ástæður fyrir að hætta námi en vonandi eru þær ekki að námið hafi verið of víðamikið því þá er ég í djúpum sk.. eða þannig sko.
Jæja nóg í bili.
Bless, bless kæra dagbók.

~R.Vigf~ at 19.10.03

design by may