mínir hlekkir
önnur blogg
.
um mig

nafn: Rannveig Vigfúsdóttir

staða: kennari, nemandi, eiginkona, móðir og ''strætóbílstjóri''

kyn: Hafnfirðingur

aldur: klassískur

áhugamál: tónlist, útivera, ferðalög erlendis, fólk og námið

.
s á p u k ú l u d r a u m a r
lífið mitt í svífandi sápukúlu

5.10.03

Kæra dagbók.
Vonandi hefur þú það gott. Ég er að reyna að læra en það er meira gaman að skrifa einhverja vitleysu á bloggið. Í blöðunum í dag sá ég að Salvör Gissurar sem kom mér í bloggið er bloggari mánaðarins, flott hjá henni en ég er ekki hissa hvað ætli hún hafi marga bloggara á "samviskunni"? Alla vega réttmæt tilnefning.
Ég tók að mér tvö börn í gærkvöldi sem ekki vildu vera hjá foreldrum sínum eða foreldrarnir vildu ekki hafa, reyndar voru foreldrar annars barnsins að fara á árshátíð en hins í afmæli. Allavega ég var heppin að fá þessa tvo öðlinga til mín því minn strákur var í æfingabúðum með einna af lúðrasveitunum sem hann er í. Þetta gékk allt saman mjög vel en eftir á að hyggja þá skil ég mjög vel að dóttirin skyldi vilja vera heima til að aðstoða foreldra sín við pössun þessara skæruliða því ekki hefði ég heldur treyst okkur fyrir þessum drengjum. Hún sem sé ákvað að axla ábyrgðina með foreldrum sínum og fuði sé lof. Eitt er víst að mikið vorum við sniðug að vera ekki að bæta á okkur börnum á gamals aldri. Ég var alveg búin að gleyma að börn hefðu hreyfiþörf og að allt þarf að skoða "betur". Ekki reyndi mig í grun að það tæki svona stuttan tím að gleyma. Mín börn eru 13 og 15 ára, sem sé únglíngar.
Bless bless kæra dagbók.
~R.Vigf~ at 5.10.03

design by may