mínir hlekkir
önnur blogg
.
um mig

nafn: Rannveig Vigfúsdóttir

staða: kennari, nemandi, eiginkona, móðir og ''strætóbílstjóri''

kyn: Hafnfirðingur

aldur: klassískur

áhugamál: tónlist, útivera, ferðalög erlendis, fólk og námið

.
s á p u k ú l u d r a u m a r
lífið mitt í svífandi sápukúlu

12.11.03

Kæra dagbók!
Hvernig hefur þú það? ég er orðin verulega leið, svo vægt sé til orða tekið, á "enskukennsluefnis-leysinu". Ég er alltaf að ljósrita upp úr annars ágætum bókum en ljósritunarvélarnar vilja bara ljósrita eftir eigin geðþótta. Ég er orðin nokkuð fær í að gera við lítilsháttar erfiðleika hjá ljósritununarvélunum og bíð nú bara spennt eftir næsta launaseðli því ég hef sem sé bætt við mig enn einni sérfræðingsþekkingunni og hlýt náttúrulega að fá laun samkvæmt því. Ég ætti kannski að ganga með sólgleraugu alla daga, allan daginn.
Annars er ég að vinna við stuttan hnitmiðaðan ritdóm um eina kennslubókina núna og er að verða kannski helst til mikill nöldurseggur þannig að það vegur upp á móti víðáttu bjartsýninni.
Fór í dag með mömmu til augnlæknis og alveg merkilegt augnlæknir sem sérhæfir sig í augnsjúkdómum (sem ég hélt að hrjáðu helst eldra fólk) er með stofu í gömlu húsi sem eflaust var eitt af þessum fínu skipstjóra og stýrimannahúsum fyrir miðja síðustu öld. Stofan upp á annarri hæð, fyrst farið upp fjórar tröppur úti, fimm eða sex inni og þá er maður komin í afgreiðsluna og er þaðan vísað upp á aðra hæð, upp brattan stiga með miklum snúningi í. Ég studdi frúna upp í stigann, en hún er fremur fótafúin eftir þrjátíu ára liðagigt og óvanalega slöpp eftir að hafa fengið vatn í lungun í síðustu viku, kemur ekki á móti okkur enn eldri kona að því er virtist um nírætt með hækju í annarrri og staf í hinni. Um tvennt var að ræða: að falla allar ellegar að grípa mömmu til hliðar og hitta á óskastund eða verða bænheyrð, annað hvort gerðist því við sluppum allar ómeiddar að þessu sinni. Se, betur fer tilkynntir augnlæknirinn að þau mundu flytja í nýtt húsnæði með "betri aðkomu" (hversu miklu veit ég ekki) í febrúar. Ég vona að við þurfum ekki að mæta aftur fyrr en í mars, kannski verð ég bænheyrð aftur alla vega held ég að minni von sé með óskastundina.
Bless, bless kæra dagbók.
~R.Vigf~ at 12.11.03

9.11.03

Kæra dagbók!
þá er ég loksins mætt aftur á svæðið. Þemavikan í skólanum búin. Yfirskriftin var Víkingatímarnir. Þetta var nú miklubetra en ég hafði þorað að vona og nemendur mjög duglegir að vinna . Ég var í vinnustofu sem hét "skartgripagerð", hefði kannski átt að heita handverk víkinganna, en allavega tókst þetta vonum framar og flest allir voru ánægðir með verkefnin. Nú ganga flestir únglíngar Setbergsgskóla um með leðurarmbönd og krílaðar lykklakippur og margir eiga þessi líka flottu hnýttu belti. Ýmislegt fleira unnu þau og mörg voru með hugmyndaflugið í góðu lagi og þurfti ekkert að mata þau en það finnst mér alltf svo gott.
Við hjónin fórum í fertugsafmæli í gær hjá vini okkar og vorum við matarklúbburinn búin að undirbúa þennan líka fína hrekk sem tókst mjög vel en við urðum að sleppa hluta hrekksins þar sem afmælisbarnið snéri aldeilis á okkur með því að gifta sig í kyrrþey, unnustunni til tuttugu ára og barnsmóður, og um leið meðlimi í matarklúbbnum. Gott hjá þér Jói, eitt - núll fyrir ykkur. Við náum jöfnu þegar Sigrún verður fertug nægur er tíminn til undirbúnings.
Nóg röfl í bili og engin pólitík, hvaða tík er nú það?
Bless, bless kæra dagbók.

~R.Vigf~ at 9.11.03

28.10.03

Kæra dagbók!
Þá er ég búin að vera í skólanum í dag þ.e. að læra sjálf en ekki að pína únglínga. Ég er náttúrulega yfirfulll af visku. Þó er ég mest ánægð með að vera komin í gott samband við KHÍ. Kannski maður fari þá að skila af sér einhverju af viti og hætti að leika sér í tölvunni.
Annars virkar það að fara inn i kennó alltaf mjög styrkjandi á mig og ég verð miklu duglegri að vinna, ekki bara í vinnunni heldur líka heima. Ég ætti kannski að sækja um að fá að vera í skólanum oftar. Þá yrði náttúrulega hætta á að ég stoppaði aldrei og gerði útaf við alla í kringum mig. Ekki skemmtileg tilhugsun, en jæja ég ætla samt að fara á netið og skoða spennandi síður fyrir kennara og námsfólk.
Bless, bless kæra dagbók.
~R.Vigf~ at 28.10.03

25.10.03

Kæra dagbók!
Nú virðist ég vera vel í sambandi. Ég á í töluverðum samskipta erfiðleikum við heimilistölvuna eins og svo oft áður. Þegar ég var loksins komin í gott samband við Kennó þá datt niður allt intenet samband mitt en eftir löng símtöl við þjónustuaðila þá er þetta allt í góðu lagi í augnablikinu. Útkoman er sem sé sú að ég rekst illa í samböndum enda engin framsóknarkona. ´Núna ætla ég að nýta tölvubyrinn og fara að vinna, læra heima.
Bless, bless kæra dagbók.
~R.Vigf~ at 25.10.03

19.10.03

Kæra dagbók!
Ég verð bara að tala við þig því WebCT vill ekkert við mig tala ég ætlaði að vera svo gáfuð og leggja eitthvað til málanna í námi mínu en hvernig sem ég reyni þá næ ég ekki að setja neitt inn á WebCT svo samnemendur og kennari verða að vera án minnar miklu visku. Kannski hefur tæknin bara vit fyrir mér og vill ekki að ég sé að básúna út einhverrri vitleysu, látum soninn bara um básúnuna.
Mér finnst að elliheimili á Íslandi ættu að vera með sömu kvöðum og leikskólar. Leikskólar hér í Hafnarfirði vera að taka inn öll börn sem sækja um vist þegar þau hafa náð 2 ára aldri. Mér finnst að öll elliheimili ættu að taka fólk inn sem æskir þess með svipuðum skilyrðum og til þess að vera ekki of frek þá vil ég bara miða við svona 78 ára aldur og jafnvel þó að gamalmennið sé kvenkyns. Ég held því fram að fólk á þessum aldri þurfi ekki minni umönnun og en börnin og það þurfa allir að vinna fyrir framfærslu sinni og ýmislegt fleira. Hver á þá að sjá um foreldrana sem þurfa umönnun . Svo ég fari nú ekki að röfla líka um meðalakostnaðinn sem þetta gamla fólk þarf að greiða.
Jæja nú ætlar frúin að fara í heitt bað við kertaljós og hætta öllu röfli í augnablik.
Bless, bless kæra dagbók.
~R.Vigf~ at 19.10.03

Kæra dagbók!
ÉG er eina mamman á Íslandi sem reynir að virða útivaistartíman, góður tiltill "útivistartíma löghlýðnasta mamma á Íslandi". Bíddu við hvar er orðan. Ég streytist við eins og ég veit ekki hvað að halda þessa reglu og fá yngri únglínginn minn heim á tilsettum tíma. Hinar stúlkurnar fá alltaf að vera lengur og ef ég spyr hvað þær meigi vera lengi þá er fátt um svör í mesta lagi "ég á að fara inn þegar Inga María fer inn" (minn únglíngur). Þokkalegt svar, en ég ætla að standa undir nafnbótinni og verð væntanlega sæmd stórriddarakrossi fyrir vikið.
Ég er loksins komin í samband við kúrsinn í Kennó og vonandi verð ég dugleg að læra næstu dagana því ég er svo rosalega langt á eftir áætlun. Reyndar var ég að lesa í dag að einn samnemandi minn hefði hætt námi. Ég varð nú svolítið kvumsa við þar sem að þetta var nemandi sem mér fannst alltaf svo dugleg að læra og alltaf búin að vinna miklu meira en ég. Hún hefur eflaust mjög góðar ástæður fyrir að hætta námi en vonandi eru þær ekki að námið hafi verið of víðamikið því þá er ég í djúpum sk.. eða þannig sko.
Jæja nóg í bili.
Bless, bless kæra dagbók.

~R.Vigf~ at 19.10.03

15.10.03

Kæra dagbók!
Ég hef mikinn móral yfir því að vanrækja þig svona en mér finnst endilega að ég eigi að miðla þér af visku minni en hún þ.e. viskan þarf víst að vera til staðar svo hægt sé að miðla af henni.
Nám mitt í Kennó gengur ekki alltof vel af ýmsum ástæðum m.a. á ég við tæknivandamála að stríða. Ég á þó von á að eitthvað (eikkað) fari að gerast því ég er búin að gráta og fá menn mér til aðstoðar.
Í dag fór ég í smá verslunarleiðangur eða réttara sagt sendi nöfnurnar, dótturina og tengdamömmu í búðir. síðan mætti ég sem frelsandi engill og gaf mitt mat svo hægt væri að versla en þá höfðu ákvarðanatökur verið í röska tvo klukkutíma í fæðingu. Nöfnurnar er nu með það alveg á hreinu að "hin" Inga Marían er sú alerfiðasta í búðum og sú sem er allra kvenna lengst að versla sér föt. Tvö:núll fyrir mér!!!!!!!!
Hafðu það sem allra best kæra dagbók og þú færð vonandi að heyra í mér flótlega aftur.
Bless, bless kæra dagbók.
~R.Vigf~ at 15.10.03

5.10.03

Kæra dagbók.
Vonandi hefur þú það gott. Ég er að reyna að læra en það er meira gaman að skrifa einhverja vitleysu á bloggið. Í blöðunum í dag sá ég að Salvör Gissurar sem kom mér í bloggið er bloggari mánaðarins, flott hjá henni en ég er ekki hissa hvað ætli hún hafi marga bloggara á "samviskunni"? Alla vega réttmæt tilnefning.
Ég tók að mér tvö börn í gærkvöldi sem ekki vildu vera hjá foreldrum sínum eða foreldrarnir vildu ekki hafa, reyndar voru foreldrar annars barnsins að fara á árshátíð en hins í afmæli. Allavega ég var heppin að fá þessa tvo öðlinga til mín því minn strákur var í æfingabúðum með einna af lúðrasveitunum sem hann er í. Þetta gékk allt saman mjög vel en eftir á að hyggja þá skil ég mjög vel að dóttirin skyldi vilja vera heima til að aðstoða foreldra sín við pössun þessara skæruliða því ekki hefði ég heldur treyst okkur fyrir þessum drengjum. Hún sem sé ákvað að axla ábyrgðina með foreldrum sínum og fuði sé lof. Eitt er víst að mikið vorum við sniðug að vera ekki að bæta á okkur börnum á gamals aldri. Ég var alveg búin að gleyma að börn hefðu hreyfiþörf og að allt þarf að skoða "betur". Ekki reyndi mig í grun að það tæki svona stuttan tím að gleyma. Mín börn eru 13 og 15 ára, sem sé únglíngar.
Bless bless kæra dagbók.
~R.Vigf~ at 5.10.03

design by may